Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Ég þoli ekki golfbíla..
...sem keyra á gangstéttinni! Og ég ætla að nota tækifærið og pirrast aðeins. Það sem fer mest í taugarnar á mér við golfbíla er þegar að ökumenn þeirra keyra á gangstéttinni sem ætluð er gangandi vegfarendum þar sem ég ( og fleiri) hleyp iðulega.
Þetta getur skapað mikla hættu. Börn og fullorðnir að hjóla, fólk á línuskautum eða að hlaupa. Eldri borgarar í göngutúr. Svo kemur allt í einu GOLFBÍLL brunandi eftir gangstéttinni! Afhverju keyra þeir ekki á grasinu fyrst að það má það??Reyndar er það ekki mjög algengt sem betur fer að sjá golfbíla á gangstéttinni en kemur þó fyrir.
Leiðinlegt að heyra með konuna sem fótbrotnaði þegar hún varð fyrir golfbíl. Hvernig ætli það hafi gerst? Bílarnir keyra nú yfirleitt ekki á mikilli ferð. Kannski sá ökumaðurinn ekki konuna og bakkaði á hana. - Er annars bakkgír á golfbílum? Hef ekki hugmynd.
![]() |
Kona varð fyrir golfbíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Dauðadrukkið lið borið út í bíl.
Ætli afgreiðslufólkið hafi ekki verið í stórvandræðum með að lesa út úr heildarupphæðinni. Þrettán milljónir..hvað eru mörg núll í því?
En hvernig er þetta hægt? Mér er sama þótt flaskan kosti 100.000.- , var fólkið enn með meðvitund þegar leið undir morgun?
Hugmyndaflugið fer á flug og ég sé fyrir mér feitan olíufursta frá arabalöndum, eldrauðan í framan, með gífurlega gott áfengisþol lyppast niður undir morgun af allri drykkjunni um nóttina. Föruneyti hans er löngu sofnað í sófanum.
![]() |
Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)