Sunnudagur, 3. júní 2007
Hryllilegt að vita af svona fólki undir stýri!
Það eru margir óábyrgir ökumenn í umferðinni. Það geta því miður allir lent í því að vera í sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni og átt sér einskins ills von og mætt einum slíkum. Og bíltúrinn sem átti að vera svo notarlegur með fjölskyldunni endar svo upp á slysadeild.
Ég hef einu sinni verið tekin fyrir of hraðan akstur. Það var á Nýbýlaveginum árið 1988. Þá var ég tekin á 70 km. hraða þar sem var 50 km. hámarkshraði. Er ekkert stolt af því en það hefði getað verið verra. Ég er nú samt að ekki að segja að ég sé einhver engill í umferðinni , síður en svo. Ég hef átt mína spretti, sérstaklega þegar ég var yngri. Elskaði að keyra hratt á tímabili og ögra sjálfri mér. Ég þakka guði fyrir að ekki hlaust slys af.
Ég er hætt þessu núna. Tel mig ábyrgan ökumann í dag. Gott að við búum við ágætis löggæslu, ég er alltaf glöð að heyra þegar að lögreglan nær svona mönnum og tekur þá úr umferð. En því miður getur maður aldrei verið öruggur.
![]() |
Stöðvaður ökuréttindalaus og undir áhrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)