Þriðjudagur, 26. júní 2007
Yndislega Snæfellsnes - *Myndir*
Yndisleg helgi að baki..mikið svakalega er fallegt á norðanverðu Snæfellsnesi...Njótið!
Ferðin var yndisleg! Ættarmótið tókst með eindæmum vel. Yndislegra veður hefðum við ekki getað fengið. Gaman að hitta alla ættingjana. En ég saknaði þess að hafa ekki hann afa þarna. Afi minn sem fæddur er og uppalinn á Hellisandi, dó í nóvember sl. Það er svo mikill missir af honum. Hann var svo músíkalskur og hélt alltaf uppi stuðinu. Afi var einstaklega stoltur af sínum uppruna. Af Hellissandi. Hann var auðvitað þarna með okkur - í anda.
. Það er langt síðan ég hef sungið svona mikið, í 3 tíma samfleytt held ég bara. Held að kallinn hafi eitthvað verið þar að verki.
Kannski hann hafi bara sungið í gegnum mig? Ætla ekki að skrifa meira í þetta sinn. Læt myndirnar tala sínu máli. tvíklikkið á þær til að stækka þær.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)