Fimmtudagur, 21. júní 2007
Og hvað teljið þið margar villur?
Parísi Hilton hafa borist fleiri bréf í Century-fangelsið í Los Angeles en nokkrum öðrum fanga sem setið hefur á bak við lás og slá í borginni. Hafa fangelsisyfirvöld beðið umboðsmann hennar að koma og sækja öll aðdáeindabréfin, sem sögð eru fylla 20 kassa. Framhald í "Lesa meira"
Já ég veit, ég hef ekkert að gera .
![]() |
Pósti rignir yfir Parísi í fangelsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Rétt eða ekki?
Er rétt að bregðast við fjölgun máva með þessum hætti? Svæfa þá bara í hreiðrum sínum? Hvað er svo gert við eggin..þeim hlýtur að vera stútað.
Ég hef tekið eftir að mávum í mínu hverfi hefur snarfjölgað. Þeir hafa verið í hópum á gangstéttum að leita sér að æti. Sá nokkra máva í gær á planinu hjá Orkuveitunni í Árbæ að bítast um eitthvað drasl og tveir þeirra slógust og höfðu hátt. Það eru nefnilega svakaleg læti í mávum.
Þeir eiga eflaust erfitt með að afla sér fæðu í borginni. Ef þarf að grípa til þeirra ráða að drepa þá þá var það alla vega gert með mjög mannúðlegri aðferð. Ég er ánægð með það.
![]() |
Svæfingu sílamáva lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)