Ég tek ofan fyrir þessari konu!

Gengið var um 600 km yfir grænlandsjökul. Þvílíkt afrek!   Marta er einstæð móðir sem greindist með illkynja brjóstakrabbamein en eftir að hafa lokið erfiðri meðferð þá ákvað hún að ganga til styrktar krabbameinsfélags Íslands.   Markmið ferðarinnar var  að safna fé til rannsókna á brjóstakrabbameini og vekja konur til umhusunar um mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun.

Þetta vekur mig alla vega til umhugsunar..og ætla ég nú að panta mér tíma í skoðun og hvet ég aðrar konur sem hafa látið það dragast að fara í skoðun að gera það líka.


mbl.is Marta Guðmundsdóttir kemur til Reykjavíkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband