Miðvikudagur, 9. maí 2007
Dýraníðingar
Hross geymd í niðurníddu útihúsi ÁN fóðurs og fersks vatns. Mögur, lúsug með sýkingar. Sá sem sendi bréf til héraðsdýralækni varðandi þetta hefur fylgst með hrossahaldi á bænum undanfarin sjö ár og lét m.a. búfjáreftirlitið vita á sínum tíma en segist ekki vita til hvaða aðgerða það tók. ( Miða við ástandið á bænum þá greinilega engra). En gott að það er til folk í heimi hér sem lætur sér svona lagað máli skipta eins og aðilinn sem vakti athygli á þessu tiltekna máli.
Ég verð skelfilega reið þegar ég les eða heyri svona fréttir. Hvers eiga aumingja dýrin að gjalda. Málleysingjarnir. Ég er urrandi reið núna og finn til vanmáttar. Refsing fyrir slæma meðferð á dýrum er nánast engin - eða hvað ? Inn með þetta lið - læsa og henda lyklinum!
Ps. Þið sem rekist hingað inn megið alveg kvitta fyrir komu ykkar í athugasemdir . það væri gaman að sjá hverjir hafa áhuga á þessu máli.
Lítið á hrossið! Það er ekki sjón að sjá! Og heshúsið sem kalla á, þetta er ógeðslegt.
![]() |
Héraðsdýralæknir kannar hvort hross hafi sætt illri meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
BRAZILIAN VAX..hégómi eða algjör snilld!

Brasilian Vax. Tröllríður þjóðinni. Það er engin kona með mönnum ef hún hefur ekki farið í Brasilian Vax. (Og leggið þá merkingu í orðin sem þið viljið.)
Miða við þær lýsingar sem ég hef heyrt af því hvernig þetta er framkvæmt, þá verð ég að segja að þetta freistar mín ekki mikið....ekki mjög að minnsta kosti.
Berrössuð með heitt vax á viðkvæmum stað . Vaxið er svo látið kólna og svo er allt heila klappið rifið upp með rótum. Konurnar fá munnstykki til að bíta í á meðan svo þær öskri ekki þakið af snyrtistofunni. ( nei kannski ekki, en ágætis hugmynd)
Hitti eina í dag sem var nýkomin úr þessu vaxi. Hún sagðist vera hálfhjólbeinótt eftir herlegheitin en væri alsæl með að vera orðin hárlaus. Þetta dugar í svona fjórar vikur sagði hún svo og brosti hringinn.
Sko ég sé ekkert flott við það að vera hárlaus þarna niðri eins og tíu ára barn. Og mér finnst þetta duga stutt miða við þá kvöl sem konur þurfa að ganga í gegnum til að öðlast hárleysið. En af því að ég er svo nýjungagjörn og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þá langar mig SAMT til að prófa.
PLEASE SANNFÆRIÐ MIG UM ÁGÆTI BRASILIAN VAX!
Nei vá! Hvar léstu gera þetta??
PS. Þetta er víst orðið vinsælt hjá karlmönnum líka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)