Mánudagur, 7. maí 2007
Ég elska súpur..
Fór í Hagkaup í gær sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég fer í búðir og ekki síst Hagkaup þá á ég það til að eyða of miklum tíma í að lesa aftan á umbúðir og skoða nýjar vörur og fleira sem er tímafrekt og óþarfi. Ég var í sérstöku eyðatímanumstuði í gær, ( átti að vera að læra) og tók upp hverja vöruna á fætur annarri og las og las.
Ég var nú komin að frystinum og þar tek ég upp poka af smáhumri. Las aftan á pokann og þar var þessi snilldarinnar uppskrift af humarsúpu. Svo mér datt í hug að elda hana í Sunnudagsmatinn. Nú var gaman..loks tilgangur.
Hljóp út um alla búð að leita að hinu og þessu sem átti að fara í súpuna. Fann hvergi Estragon .. og fann því starfstúlku sem ég ákvað að spyrja.
Ég : Veistu hvar ég finn Estrógen?
Starfstúlkan: hm... er það ekki hormón?
Ég: Nei það er krydd.
Hún: Ja..ertu búin að gá í kryddhilluna?
Ég : já og ég finn þetta ekki.
Starfstúlkan kíkir í bækling sem hangir á hillunni og finnur það loks..
Hún : Það heitir Estragon.
Ég roðna og rek upp tíst ( átti að vera hlátur) segi : ó auðvitað, ég ruglaðist - Estrógen ER auðvitað kvenhormón ( reyni að hljóma gáfulega).
Stelpan fann ESTRAGON í hillunni og rétti mér. Ég þakka kærlega fyrir og held áfram leiðangrinum og klára innkaupin.
Það var gaman að elda súpuna. Fékk kallinn með mér í að taka skelina utan af humrinum og það var tilbreyting þar sem hann er yfirleitt (alltaf) sófadýr á meðan ég elda. Smá tíma tók að ná skelinni af en við fundum að lokum réttu leiðina og þá var þetta ekkert mál. Fiskkraftur, Mysa, hvítlaukur , smjör, hunangsdionsinnep, rjómi , sýrður rjómi, gulrætur, ESTRAGON, salt og pipar..ilmurinn var guðdómlegur. Hvítlauksbrauð í ofninn.
Þarf ég að taka það fram að súpan var geggjuð! Þetta var svona súpa sem maður getur ekki hætt að borða , svona eins og kjötsúpa. Ég fékk mér aftur og aftur á diskinn. Kallinn var löngu sestur á sinn stað í sófann.
Kom svo með stóra plastskál með loki til að setja afganginn í ( hann er svo skipulagður), lítur ofan í pottinn og segir að það sé of mikið eftir til að það komist í skálina..fáðu þér tvo diska í viðbót elskan, þá passar þetta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)