Köttur og hundur í leik

Setti inn smá myndaseríu af Ketti og hvolpi.  Það er mjög fyndið að horfa á þá saman. Hvolpurinn lætur hreinlega ekki Simba gamla vera og það er ótrúleg þolinmæði sem kötturinn sýnir. 

Hann lyftir loppunni og klappar honum, en aldrei fast og aldrei klær úti.  Hvolpurinn hangir "í orðsins fyllstu" á kettinum þegar að greyið gengur um gólfið.  Simbi stekkur upp á stól eða annað þar sem hann fær frið , þegar hann er orðinn þreyttur á Lúkasi. Því Lúkas getur ekki stokkið upp á neitt ennþá.

Gefst ekki upp þrjóskan..*dæs*Skilurru ekki?

 

 

 

 

 

 

Smá klapphm..já passaðu þig

 

 

 

 

 

 

urrr Ég skal ná þér

 Simbi að sið'ann


Bloggfærslur 31. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband