Miðvikudagur, 23. maí 2007
Lúkas er BARA sætur!
Allt gengur þrusuvel með Lúkas. Hann er búin að fá að fara út með ól og taum ..og það var sko fjör! Hljóp og hljóp og varð að skoða hvert strá!Simbi leikur við hann þegar að hann nennir ..annars stekkur hann upp á stól þar sem Lúkas getur ekki náð til hans. Setti Lúkas í "bað" í dag , notaði bara vatn og smá næringu í feldinn. Prófaði að blása hann svo með hárblásaranum ..æi hvað hann var hræddur greyið. En það er best að byrja á þessu sem fyrst til að venja hann við. Eftir baðið leið honum voðalega vel, hreinn og fínn. Fyndið, hann fer öðru hvoru inn til Olla og nær sér i dót.. er búin að fylla stofuna af dóti
Hann er algjört æði þessi hvolpur, liggur í þessum skrifuðu orðum á öxlinni á mér og steinsefur!
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Líkamsrækt minnkar líkamsfitu..já og ?
ER ekki hægt að hafa þetta skýrara svo maður þurfi ekki að rýna í orðin og lesa þetta margoft yfir??
"Þeir sem vilja grennast ættu að gleypa nokkrar lýsisperlur eftir að þeir eru búnir í líkamsræktinni, ef marka má frumniðurstöður ástralskra vísindamanna sem komust að því að sambland af líkamsrækt og lýsi minnkaði líkamsfitu, og hafði jákvæð áhrif á kólesterólmagn og æðastarfsemina." Það er löngu vitað að líkamsrækt minnkar líkamsfitu - ekki satt? Kemur ekki á óvart..Lýsi eða ekki lýsi. Svo kemur:
"Magn af góðu kólesteróli (HDL) jókst hjá þeim þátttakendum í rannsókninni er tóku einungis lýsi eða stunduðu líkamsrækt og tóku einnig lýsi, og svonefnd þríglyseríð (óheilsusamleg blóðfita) minnkuðu einnig. Um leið minnkaði líkamsfita þessara þátttakenda." (vó er hægt að hafa þetta flóknara eða er ég aðframkomin af svefnleysi ? )
Hvað er verið að tala um? Fólk sem stundar líkamsrækt og tekur lýsi OG fólk sem tekur lýsi og stundar EKKI líkamsrækt? Getur maður orðið mjór á því að taka lýsi án þess að stunda líkamsrækt? Þá er bara að taka lýsi og spara bæði tíma og aur með því að hætta að strögglast í ræktinni. ( Reyndar er mjög margt annað jákvætt en fitutap sem viðkemur því að hreyfa sig - veit ég vel - Styrkir
bein, andlega heilsu, æðakerfið osfr)
Sorrý varð bara að leggja orð í belg varðandi þessa frétt
![]() |
Líkamsrækt og lýsi öflug vopn gegn aukakílóum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)