Þvílíkur dásemdardagur..

Bráðum get ég farið að lifa "eðlilegu" lífi aftur.   Ég trúi því varla að síðasta prófið sé á laugardaginn!   Þetta er búin að vera strembinn vetur en þegar ég lít til baka þá hefur hann verið fljótur að líða. 

StokkseyriÉg veit ekki hvernig mér kemur til með að ganga í prófinu nk. laugardag, þetta verður eflaust soldið erfitt próf.  Lífeðlisfræðileg þjálfræði ásamt fleiru svona góðgæti.  Aflfræð, prógrammagerð -styrktar og þolæfingar..plýómetrískar æfingar.. og fl. ..nammi namm.  

Eftir prófið ætla krakkarnir að halda upp á próflokin með því að fara í klifur.  Síðan verður farið í baðstofuna í Laugum og þar á eftir heim til einnar úr skólanum.  Það verður náð í mat frá Austur-Indíafélaginu og svo verður bara haft gaman og klukkan hálfeitt á að fara á NASA.

                                                              

                                                   En ég ætla að vera1371_humar félagsskítur því eftir prófið  á   laugardaginn þá er ég farin á Hvolsvöll að ná í LÚKASInLove Það verða mín verðlaun.  

Ætla að koma við á Stokkseyri og fara á "Við fjöruborðið" og fá mér humar.   Er það ekki stórkostleg hugmynd Grin

Verð að láta þetta fljóta með að  lokum.  Olli spurði mig í gær:  "Mamma, er til Skotland? -   Já elskan, það er til.  - En er til byssuland?  - Nei sagði ég og hló  - Það er ekki til. 

- Víst, sagði litli karlinn þá " það er til byssuland ef það er til Skotland!" og þar hafið þið það Tounge

 

Í Olli í Fjörunni á Stokkseyri

 


Bloggfærslur 17. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband