Miðvikudagur, 16. maí 2007
Að "henda" barni!
Ég er agndofa! Hvað verður til þess að foreldrar gera svona lagað? Hvernig er hægt að losa sig við barnið sitt á þennan hátt? Ég myndi ekki einu sinni gera kettinum mínum þetta. Margt er grimmt í heiminum. Aumingja litli drengurinn. Hann er bara þriggja ára :'(.
![]() |
Þriggja ára drengur skilinn eftir í móttökukassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. maí 2007
ZZZZZzzzzz
Ætli hún hafi sofnað við stýrið? Grunar það því þetta er ekki alvanalegur staður til að keyra út af. Og ekki er hálkunni fyrir að fara. Mildi að ekki fór ver.
------- En eins og einn góður bloggvinur benti mér á þá gætu að sjálfsögðu verið aðrar ástæður fyrir þessu slysi, flogakast, sykurfall, og þess háttar. En þetta eru bara getgátur, ítreka, gott að ekki fór ver.
![]() |
Bíll lenti útaf Nýbýlavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
**Brúðarkjólar**
Það er alltaf gaman að spá í brúðarkjólum. Hvernig kjól myndi ég gifta mig í ef ég gæti ráðið því hvernig kjóllinn yrði og þyrfti ekkert að spá í aurinn. Og ætti kjóllinn að vera hvítur eða rjómahvítur..jafnvel
rauður eða svartur? Svart er alltaf soldið kúl.
Þegar ég var ung ( yngri og ógift)þá langaði mig alltaf til að gifta mig í stuttum , þröngum flegnum kjól. Svona sumarkjól. Hann átti jafnvel að vera rauður.
Ég er tvígift. Í fyrra brúðkaupinu var ég í hálfsíðum hvítum síðerma kjól sem var tekinn saman á annari hliðinni. Hann var ekki fleginn enda fannst mér það ekki tilheyra þar sem ég var komin 2-3 mánuði á leið af fyrsta barninu. Ég keypti hann "Hjá Báru" á Hverfisgötunni. Ég held ég hafi hent honum í flutningunum síðast ( hvað var ég að spá)!
Í síðara brúðkaupinu ( og vonandi því síðasta) var ég í hvítum EKTA brúðarkjól sem ein gömul vinkona mín lánaði mér. Hann var ekki hvítur heldur rjómahvítur mjög fallegur, síður og soldið fleginn. Það var ótrúleg tilviljun að ég fékk þennan kjól að láni. Eða réttara sagt, ótrúleg tilviljun að ég skyldi hitta þessa vinkonu mína tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið.
Ég rakst á hana á förnum vegi, hafði þá ekki séð hana í tíu ár. Við fórum að spjalla og ég sagði henni að ég væri að fara að gifta mig. Hún spyr hvort ég sé búin að redda kjól og ég segi nei sem satt var. Hún segist þá geta lánað mér brúðarkjól sem hún átti, stærðin myndi örugglega passa. Og það kom á daginn, kjóllinn smellpassaði og var svona líka flottur!
Mamma mín gifti sig í dásamlega rómantískum kjól. Mig minnir að hann hafi verið blár. Sem sagt ekki hvítur. Pabbi og mamma giftu sig líklega 1973. Ég veit ekki hvort það var algengt þá að gifta sig í öðrum lit en hvítum. En fallegur var kjóllinn og hjónabandið hefur enst. Þau eru ástfangin sem aldrei fyrr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)