Ekki hundafærsla!

Hálsakot Ég var að koma úr sumarbústað fjölskyldunnar , Hálsakoti í Hvalfirði.  Þvílík endurnæring og dásemd.  Fórum í gær eftir annasaman Laugardag, varð að kaupa afmælisgjöf fyrir Olla minn sem á afmæli 10. apríl.  Afmælið kemur sem sagt upp á þriðjudegi eftir páska og að sjálfsögðu á hann að fá afmælisgjöfina um morguninn , áður en hann fer í leikskólann.  

Hljóp búð úr búð, fann ekki það sem ég var að leita að, og þvílík mannmergð!  Eins og þetta væri síðasti opnunardagur fyrir ..ja ..sumarið? ......hehe..Ótrúlega mikið í búðunum.  Tounge.  En fann að lokum það sem ég leitaði að.   Og svo þurfti að fara í apótek, taka bensín, matvörubúð..við ætluðum aldrei að komast af stað.    Komumst þó  upp eftir um fimmleytið, létum strax renna í pottinn, kartöflurnar á grillið , og svo getið þið  ímyndað ykkur rest Joyful Rosa notó. Ótrúlegt hvað maður verður afslappaður í sumarbústað, afhverju ætli það sé ? Eins og maður sleppi í burtu öllum áhyggjum, manni líður dásamlega.  Maður bara "er".Rjúpan á veröndinni

Rjúpa sem hefur gert sig heimakomna í bústaðnum, vappaði í kringum okkur og sat okkur til samlætis á veröndinni meðan við drukkkum morgunkaffið.  Ótrúlega spök enda foreldrar mínir miklir fuglavinir og laða að sér fugla, allt frá örnum til rjúpna.  Rjúpan var feit og pattarleg.

Komum sem sagt heim áðan, skruppum til pabba og mömmu í kaffi fyrst..kaffi og bestu pönnsur í heimi...InLove.  Páskalærið í ofninum núna, ég skulda mér góðan göngutúr en vantar ORKU..enda stóra páskaeggið sem ég fékk nánast búið Blush. PS. Uppskrift í athugasemdum í fyrri færslu.

Olli - bráðum afmælisbarn í bústaðnum. Á leiðinni heim ..


Bloggfærslur 8. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband