Föstudagur, 6. apríl 2007
Hvolpapabbinn Hermann
Þið fáið bara bloggfærslur um hunda frá mér þessa daganna . Fór í dag að heimsækja pabba hvolpsins míns. Sá býr í Reykjavík og heitir Hermann. Innfluttur verðlaunahundur. Og sá er æðislegur.
.Þvílíkt fallegur!
Ég ætlaði ekki að geta komið mér út, hefði vel getað verið þarna allan daginn bara
.
Fór út í langan göngutúr fyrripartinn, labbaði hálfa leið til mosfellsbæjar og á leiðinni hringdi vinur minn í mig sem sagðist ætla að ná i mig og keyra mig heim. Spreyja vatni yfir mig úr úðabrúsa svo ég gæti logið því að ég væri svo sveitt eftir gönguna . Hann kom nú reyndar ekkert..svo ég varð að klára gönguna og verða "sjálf"sveitt
. Var með fylltar beikonvafðar
kjúklingabringur í matinn, er hreinlega að springa ennþá en mikið voru þær góðar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)