Heimsókn á Hvolsvöll, drukkinn ökumaður og töffarar í bíl.

18 stiga hiti og nánast logn!  Eitthvað annað en hvassviðrið í bænum!  Ókunnugt bæjarfélag, hiti og sól, eins og að vera í útlöndum Grin.  Ástæða þess að við skruppum austur var sú að við fórum að heimsækja Lúkas - hvolpinn okkar.  Fjórar vikur síðan við fórum síðast svo ekki seinna að vænna.   Alltaf gaman að koma til Magneu og sjá hundana hennar.  Þvílík fjör og læti. 

Fallegur Papillon tegundin er svo skemmtileg, þeir eru alltaf fjörugir og kátir, stoppa aldrei lengi við, leika sér á fullu. Vinalegir hundar og ekki til grimmd í þeim. Algjört rassgat Og hvolparnir voru þvílíkar dúllur!!!  Mér er farið að þykja svo vænt um Lúkas þótt hann sé ekki kominn til okkar ennþá.  Við eigum að fá hann í kringum 20 mai.  Ég get varla beðið.   Núna eru hvolparnir þvílíkir hnoðrar.. rúmlega sex vikna gamlir.  Ofsalega gaman hjá þeim að leika sér, forvitnir og kelnir  InLove

Lúkas sæti Lúkas er eini strákurinn úr gotinu, svo á hann tvær systur.  Hann er minnstur af þeim og dekkstur í andlitinu.  Ekki með blesu eins og þær, en hann er með "stjörnu" og hálfa hvíta snoppu.  Þessi verður karakter!  Já þetta var virkilega skemmtileg heimsókn!   kyss kyss

 

 

 

Kærulaust drukkið lið í bíl og drukkinn ökumaður á öðrum. 

Nýkomin yfir Selfossbrúnna sjáum við unga "töffara" á bíl , einn af þeim  stendur hálfur út um topplúguna með bjór í hendi ..og annar stendur í framsætinu með hálfan skrokkinn út um gluggann - með glas í hendi.   Ef mig misminnir ekki var að falla dómur í máli manns sem lögreglan á Selfossi einmitt kærði fyrir eitthvað svipað kæruleysi.  Það virðist ekki stoppa þessa menn að minnsta kosti.  

Þegar við vorum á koma að Rauðavatni þá urðum við þess var að ökumaður bíls fyrir aftan okkur keyrði með vægast sagt vafasömu ökulagi .  Þó að það væri stöðugur straumur af bílum á móti þá reyndi hann hvað eftir annað að komast fram úr okkur.  Keyrði eiginlega á miðri götunni.

  Svo að lokum tókst honum að komast fram úr og var búin að keyra í smá stund á undan okkur þegar hann allt í einu missir stjórn á bílnum og keyrir út af ..upp á kant og út á götuna aftur. Bíllinn riðaði allur til og hann keyrir upp á eyju og stoppar bílinn þar.   Þegar við keyrðum fram hjá honum  - lítur hann beint framan í mig og ég má hundur heita ( já hundur) ef hann var ekki í annarlegu ástandi! Sick Hvað er fólk að hugsa??? Æðislegt veður og fjandinn er laus! 

Hvernig væri að setja upp skilti eins og þetta, hér og þar um landið, ökumönnum til viðvörunar:

 

Drunk drivers

 


Ég þekki fólk í Hveragerði

Mjög óhugguleg frétt!  Kemur lítið sem ekkert fram í henni - Bara að maður hafi fundist, liggjandi  í blóði sínu í húsi í Hveragerði - þungt haldinn.  Og hann sé nú látinn. Hvað er að gerast? Hvað gerðist?

Ég þekki fólk í Hveragerði, tengdaforeldrar mínir , mágkona og svo nokkrir vinir.  Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds.  

 Hveragerði


mbl.is Maður sem fannst slasaður í Hveragerði er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband