Hvað "rekur" fólk á skemmtistaðina?

Djamm í gærToungeTvöfalt þrítugsafmæli, vinnufélagar hans Helga sem héldu upp á þrítugsafmæli saman.  Afmælið var haldið í sal á Thorvaldsen, mjög huggulegt og fínt.  Á miðnætti var opnað á milli og fólk streymdi inn.. karlar í konuleit og öfugt. Ég var að hugsa um að djóka smávegis í körlunum og ganga að einum og spyrja: Ertu einhleypur ?  " já já hefði maðurinn sagt , spenntur  í röddinni.  - Ekki ég, hefði ég þá sagt..og labbað að mínum heittelskaða glottandi.  Oj hvað ég er með saurugan hugsunarhátt!  Sexy date Nei svona í alvöru talað þá var þetta bara nokkuð sem mér datt í hug en hefði aldrei framkvæmt.  

Annars finnst mér þessi konu og karlaleit á skemmtistöðunum ekki eftirsóknaverð.  Hálfsorglegt bara.  Sumir fara helgi eftir helgi á skemmtistaðina með það sama í huga. Að næla sér í maka, hjásvæfu.. Og svo spennan daginn eftir eða dagana á eftir..hringir hann , hringir hann ekki ? Að þora varla að víkja frá símanum af ótta við að missa af símtali frá "mister right".  Svo hringir hann ekki og það er spjallað  við vinkonurnar og gæinn úthúðaður á allan mögulegan máta.  Glataður!  Ömurlegur gæi!

Hvað heldur hann eiginlega að hann sé?   Svo sér maður hann á sama skemmtistað helgina á eftir og þá forðast hann mann eins og heitan eldinn.  Maður verður brjálaður, og rýkur að gæjanum og spyr hvað hann sé eiginlega að spá???  Gæinn er kúlið uppmálað og segir blákalt að þetta hafi verið gaman á meðan á því stóð en hann sé ekki tilbúinn í samband.  Kvöldið ónýtt!   Hvaða kona hefur ekki lent í eitthverju svipuðu?   

  Makaleit á ballstöðum er ekki eftirsóknanverð.  Ég las í eitthverju tímariti fyrir allmörgum árum að það sem dregur fólk út á lífið sé kynhvötin.  Ég held að það sé nokkuð til í því.  Alla vega ef maður er einhleypur. 

vanlíðan

 

 


Bloggfærslur 22. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband