GLEÐILEGT SUMAR!

Olli að kíkja Þá er sumarið komið - kannski ekki í öllu sínu veldi en alla vega formlega. Sumarið verður þó ekki komið hjá mér fyrr en prófin eru búin.  Slaka ekki á fyrr. 

  Í gær, sumardaginn fyrsta, rættist þó heldur betur úr veðrinu.  Það var um 6 stiga frost klukkan 6 um morguninn, en þar sem sólin skein skært þá var orðið ansi hlýtt í garðinum hjá mér um þrjúleytið.  Ég sat úti í klukkutíma í sólbaði Cool.  Yndislegt. Ekki í bikiníi þó. Wink.Rómantískt sumar

  Krakkarnir voru úti að leika og við fengum gest í formi Scheferhunds sem var í þvílíkum sumargalsa.  Hljóp á fullu í grasinu og upp klettana og vildi ekki láta ná sér.  Eigandinn kom þó að síðustu en ætlaði ekki heldur að ná honum. Þetta minnti mig á þegar verið er að ná í styggan hest úti á túni.  Þannig voru aðfarirnar.

  Talandi um hunda þá  fékk ég  senda myndir af hvolpinum mínum í gær og læt þær fljóta með hér.  Þvílíkt rassgat! Ég hlakka rosalega til að fá hann í hendurnar.   Gleðilegt sumar kæru vinir.Heart

Lukas Lukas hnodri


Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband