Sunnudagur, 15. apríl 2007
5 ára afmæli og skautar
Við héldum upp á afmælið hans Olla á laugardaginn. Mikið var litli kúturinn minn spenntur og vitandi það að afmælið væri klukkan þrjú , spurði hann á fimm mínútna fresti frá klukkan níu um morguninn, hvað klukkan væri . Það komu ansi margir bæði krakkar úr leikskólanum og fjölskyldan. Svaka fjör og síðasti gesturinn fór um klukkan 20:00!
Skautaferð
Í dag skelltum við okkur á skauta, ég, Helgi og Olli. Þetta var í fyrsta skiptið sem við förum á skauta í Egilshöll og það var rosagaman.
Það voru frekar fáir svo við höfðum nánast svellið út af fyrir okkur. Heldur fannst mér þó dýrt að skreppa á skauta, það kostaði 2.400 fyrir okkur þrjú með leigu á skautum. Ég spurði : Er svo eitthvað skilagjald sem við fáum tilbaka? Afgreiðslustelpan( frekar snúðug): Nei! "Okey" sagði ég og hrökklaðist frá afgreiðsluborðinu..
En það var rosalega gaman að rifja upp gamla takta og snúninga, Olli var að fara í fyrsta skipti á skauta og var ansi valtur á fótunum en grindin sem þið sjáið á myndinni reddaði málunum að nokkru leyti
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)