Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007

Inför ESC 2007

Var að horfa á fulltrúa norðurlandanna spá fyrir um gengi þeirra laga sem keppa í ár.   Mér fannst Eiríkur Hauksson ekki hafa sig eins mikið frammi eins og sl. ár, enda er hann sjálfur að keppa fyrir íslands hönd.  Hlýtur að vera skrýtið að vera að dæma hin lögin og flytja sjálfur lag í keppninni.  

Ísland fékk nánast fullt hús stiga, fimm stig nema frá stjórnanda þáttarins.   Veit ekki alveg hversu mikil heilindin voru í stigagjöfinni hjá kollegum Eiríks, enda erfitt að dæma góðan kunningja.  En ég held ég geti þó fullyrt að stigin hefðu farið aðeins öðruvísi ef eitthvað annað land hefði flutt þetta lag.  En samt, jú allir virtust hrifnir af laginu, man að Sylvía fékk ekki svona góða dóma í fyrra. ( Hún sat reyndar ekki við borðið)    Mín skoðun : Eiríkur er gífurlega góður söngvari  - rokkari af guðs náð. Sammála Siggu Beinu með það að hann heldur laginu uppi , en lagið sjálft er slakt og flatt.  Laglínan þó ágæt.  

Tekið af Ruv.is :    Fulltrúi Íslands er Eiríkur Hauksson söngvari sem tvisvar hefur sungið í keppninni og syngur í ár lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Valentine Lost. Fulltrúar hinna Norðurlandanna í þessum þáttum eru þau Adam Duvå Hall frá Danmörku, Per Sundnes frá Noregi, Thomas Lundin frá Finnlandi, Charlotte Perelli frá Svíþjóð, sem vann keppnina árið 1999 með laginu Take me to Your Heaven, og þáttunum stýrir Svíinn Christer Björkman.


Nafn hvolpsins er komið!

Ég þakka kærlega fyrir tillögurnar sem ég hef fengið um nafn á hvolpinn minn.  Mörg skemmtileg og flott nöfn sem komu fram.  Ég er nú loksins búin að velja nafn á hvolpinn, sem hann mun vonandi bera næstu 13 - 15 árin.   Nafnið þykir mér virðulegt, fallegt, vinalegt og sætt og hentar  bæði hvolpi og fullorðnum hundi.  Það er ekki eitt af þessum týpísku hundanöfnum, svo það er ekki mjög algengt.  Það á svo auðvitað eftir að festast við hann og verða hans.   Ég er mjög ánægð með nafnið og hinir fjölskyldumeðlimirnar eru sáttir. Smile

Hvolpurinn minn heitir "Lúkas"

Papillon hvolpur


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband