Sunnudagur, 1. apríl 2007
Afmæli og árshátíð.
Nóg um að vera um þessa helgi. Afmæli hjá Valla vini mínum á föstudagskvöldið, það var haldið í Laugum í salnum uppi. Rosafínt afmæli, gaman að sjá drenginn verða fertugan
..reyndar verður hann það ekki fyrr en á morgun, mánudag.
Var ansi tætt á laugardeginum, en þá var komin tími til að taka sig til fyrir árshátíð MEST. Árshátíðin var haldin i Gullhömrum, ekki svo langt að fara fyrir okkur úr
Grafarvoginum.
Glæsilegt húsnæði, salurinn flottur.
Skemmtiatriðin voru góð og maturinn sem var fjórréttaður æðislegur!!! Við stoppuðum þar til við vorum búin með eftirréttinn, fórum heim um klukkan ellefu. Sunnudagurinn fór verslunarleiðangur í IKEA ..þangað hættir maður sér ekki nema eiga brýnt erindi...þvílík stór verslun, fæ alltaf á tilfinninguna að ég sé stödd í stærðarinnar flugstöð ...
en ekki húsgagnaverslun.







Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)