Lúxus í tannlæknastólnum.

Ég settist í nýtískulegan stólinn, hallaði mér aftur á bak, var spurð að því hvort ég vildi fá þrivíddargleraugu og kannski horfa á friends ? Ég varð svo  hissa að ekkert orð kom frá mér og því var  gleraugunum skellt á mig, mér þrykkt niður í stólinn aftur og þar lá ég og horfði á einn þátt af friends og byrjunina á öðrum á meðan grúskað var í tönnunum á mér.   Þvílík snilld!!! Þrívíddargleraugu ..   friendsVar ekkert að spá í því hvað tannsa var að gera, og tíminn leið ógnarhratt.  Afhverju er þessu ekki komið fyrir í flugvélum, þá sleppur maður við að píra augun til að reyna að sjá á skjáinn sem er btw alltaf tveimur sætaröðum frá mér.  ( mín seinheppni) . En nú er alldeilis tíðin önnur,  nú er gaman að fara til tannlæknis, ætli hún eigi "LOST" ?   

Bloggfærslur 20. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband