Eru kennarar að meiða börn í dag?

Ég hitti stelpu í dag , stelpu sem er að komast á unglingsárin.  Hún sýndi mér stórt ljótt  mar á handleggnum á sér og sagði að kennarinn sinn hefði klipið sig.  Ég varð alveg steinhissa og spurði hvort hún hefði ekki kvartað í skólastjórann. - "jú" sagði hún , "ég gerði það en hann skammaði mig bara.  Reyndar var kennarinn búin að segja við mig að ef ég myndi kvarta í skólastjórann þá þyrfti ég alltaf að sitja eftir hjá henni"    - Ég var svo hissa að ég átti ekki til orð, ekki grunaði mig að svona lagað viðgengist enn í dag !  Mér finnst það jaðra við heimsku að beita ofbeldi í skólum. Ég sagði við stelpuna  að kennarar mættu ekki gera svona og hún sagðist vel vita það.    Ég veit ekki ástæðu þess að kennarinn kleip hana svo sá á henni en sama hver ástæðan var, ofbeldi  er aldrei réttlætanlegt.

angry-teacher


Bloggfærslur 1. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband