Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Leiðindi :(
Ég er miður mín eftir atvik í vinnunni í dag. Mig sárnaði mjög og ég var alveg gáttuð á framkomu þess sem í hlut á. Oft hef ég orðið hissa á því hvernig fólk er og lætur en nú varð ég alveg standandi bit. Ég átti þetta ekki skilið , veit ég það vel enda varð ég mjög undrandi þegar ég fékk "blauta tusku i andlitið" frá þessum aðila. Ótrúlegt hvað ég tek þetta nærri mér enda er ég ekkert sérlega töff týpa og hörð þegar kemur að samskiptum við annað fólk. Reyni frekar að vera samvinnuþýð , þægileg og greiðvikin.
Ég veit vel að ég get ekki unnið undir þessum kringumstæðum, kæri mig ekki um það og er ekki nógu kúl til þess. Get ekki látið eins og þessi manneskja sé ekki til og horft bara í gegnum hana. Ég nenni engum leikjum , ég vil geta verið ég sjálf og ekki þurfa að leika mig eitthvað annað.
Get hvorki né vil fara nánar út í þetta atvik sem gerðist, enda gæti einhver rekist hér inn sem þekkir eða er tengdur þessum aðilia og ekki vil ég gera illt verra. En það er gott að fá smá útrás á blaði.
kv. Ester
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)