Afi var í afmælinu sínu þótt látinn sé.

Móðurafi minn hann Þorsteinn Lárus Pétursson, 1. vélstjóri með meiru,  dó í nóvember sl. eftir að hafa látið í minni pokann fyrir krabbameini.  En sá háði stríðið!!   Afi ætlaði sér að hafa betur, enda var ótrúlegt hvað hann barðist lengi við óvininn. Það voru allir svo hissa á því hvað hann hélt út lengi og á tímabili var fjölskyldan jafnvel farin að hugsa um hvort að það gæti verið að hann hefði það af og myndi jafnvel komast úr spítalarúminu og heim.  Og á þessu sMamma og amma í duftgarðinum 15. febr. 07tigi var krabbinn komin í beinin út um allt.   Við sáum afa fyrir okkur í bílnum sínum sem hann hafði keypt fyrir rúmu ári síðan og var svo ánægður með.  Sáum hann fyrir okkur keyrandi um borg og bý eins og honum fannst svo skemmtilegt, droppa í heimsókn til ættmenna hress að vanda og kjaftandi á honum hver tuska.  En því var ekki að heilsa.   Að lokum sigraði krabbinn og þá var afi orðinn mjög þreyttur.    Þegar afi var orðinn mjög veikur þá náði Júlli frændi í hann á eldgömlum antíkbíl sem hann á og fór með afa í bíltúr.  Mikið þótti afa það gaman enda mikill bílaáhugamaður.  Það voru teknar myndir við það tækifæri og ætla ég að skanna þær myndir inn og festa við bloggið.  

Ein síðasta minning mín um afa var þegar við mamma og Kalli bróðir kíktum í heimsókn til afa og ömmu, í október sl.   Kalli bróðir var að flytja til Sikiley í nokkra mánuði og kom til að kveðja afa og ömmu.  Kalli er tónlistarmaður og afi var mikill músíkmaður, elskaði tónlist.   Kalli fór að spjalla við afa um tónlist og að lokum gat afi ekki á sér setið og greip nikkuna og spilaði lagstúf, eins veikur og hann var á þessu stigi.  Kalli settist svo við píanóið og spilaði eitt fallegasta jólalag allra tíma " Ó helga nótt".  Þetta var eitt af uppáhaldslögum afa.   Afi söng með og ég sá að hann þurrkaði tár úr augunum , þarna átti ég erfitt með mig og margar hugsanir flugu um huga mér. En þetta er falleg minning.  Um mánuði síðar var afi allur.   

Í gær þann 15. Febrúar hefði hann orðið 82 ára gamall.  Að sjálfsögðu var haldin afmælisveisla honum til heiðurs heima hjá foreldrum mínum.  Ég kom seint því ég var á kvöldvakt , en náði þó í endann af partýinu. 

Ester og Tinna
Það er alltaf gaman þegar að fjölskyldan hittist og afi skemmti sér alltaf manna best.  Þá var nikkan tekin og spilað af fingrum fram gömul sjómannalög og dægurlög.  Sungið og jafnvel stiginn dans.  Afa er sárt saknað enda var hann lífsglaður maður með eindæmum og manna hressastur. 
Krakkarnir
Gleymi aldrei hlátrinum hans sem var svo smitandi.  Hann hefði skemmt sér vel í þessu afmæli LoL og ég trúi því að hann hafi sko ekki látið sig vanta í afmælið sitt!!! 
Veisla
 
Mamma Mamma hjá leiði
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
OlliAmma ásamt fleirum
 

 

 

 

 

 

 

En vitið þið! Ég á ekki eina einustu mynd af afa!!  Ég á rosalega mikið af myndum úr barnaafmælum, fermingum, brúðkaupi, frá jólum langt aftur, ofl. ofl.  Myndir af öllum úr fjölskyldunni NEMA AFA því hann tók allar myndirnar!  Hvernig var hægt að klikka á þessu!    


Bloggfærslur 16. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband