Mánudagur, 12. febrúar 2007
Hver vill ekki eiga börnin sín?
"Ein af ástæðum þess að pör sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum er sú að þau vilja virkilega eiga börnin" úffffff ..maður fær bara nett samviskubit! Ég sem er í fullri vinnu og skóla eftir vinnu og líka á laugardögum, ég hef engan tíma afgangs til að sinna börnunum mínum!
En mér finnst nú trúlegt að pör sem ættleiða fari ekki út í það nema hafa nógan tíma og mjög góðar aðstæður , fjárhagslega vel stætt fólk. Og þá fer ég að spá i hvort að maður eigi að vera að eiga börn nema vera fjárhagslega vel stæður, búin að koma fótunum vel undir sig og tilbúinn í barnauppeldið. Helst heimavinnandi.
Ekki tvítug óþroskuð stelpukind í leiguíbúð með tvo ketti og jafngamlan mann sem dröslaðist fyrir rest á sjóinn því við áttum hvorki til hnífs né skeiðar.
Og auðvitað VIL ÉG eiga börnin mín. Hver vill það ekki
![]() |
Þeir sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Yndislegar gamlar myndir
Bróðir hennar mömmu var að senda mér gamlar myndir sem hann var að skanna inn. Yndisleg tilfinning sem fylgir því að skoða þessar gömlu myndir. Margar myndir af langömmu minni í móðurætt, gamlar myndir af mömmu og ömmu, þarna var 20 ára gömul mynd af mér og bróður mínum og fleira. Það er ljúfsárt að skoða þessar myndir, fylltist söknuði ( væntanlega fortíðarsöknuði - finn enga aðra skýringu :) . Ég vistaði nokkrar af myndunum á bloggið, gaman að hafa góðan aðgang af þeim.
Afi og Gyða systir ömmu - bæði látin.
Dægurmál | Breytt 13.2.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)