Föstudagur, 14. desember 2007
Garðslanga á Miklubraut
Mér tókst að komast stórslysalaust í vinnuna. Stóð samt ekki á sama á Reykjanesbrautinni um tíma þegar að vindhviðurnar voru þvílíkar að það var eins og bíllinn ætlaði að takast á loft!
Tókst líka að koma litla stráknum heilu og höldnu í leikskólann, hlupum úr bílnum og þessa stuttu leið inn í leikskólann, ég ríghélt í barnið og hann í mig.
Tók eftir því á leiðinni í vinnuna að það liggja hlutir á víðavangi hér og þar. Sá garðslöngu á Miklubrautinni, hvítan pappa á víð og dreif fyrir utan Hagkaup í Spönginni, stóra bleika (fitball) bolta við Strandveginn í Grafarvogi, brot úr eitthverju sem líktist þakplötu á Reykjanesbraut og fl.
Sagt er að við mannfólkið höfum lítið sem ekkert veðurminni og það á alla vega við um mig, man ekki eftir slíku fárviðri síðan '84
![]() |
Áfram annríki vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 14. desember 2007
Brjálað veður, bíllinn fýkur !
Mér líst ekki á þetta veður í dag. Yngsti strákurinn minn þarf að komast í leikskólann og þar á einmitt að vera jólaball í dag. Það verður líklega ekki dansað í kringum jólatréð útivið eins og venjan hefur verið.
Hér í Grafarvogi þar sem við fjölskyldan búum er veðurhamurinn gífurlegur. Og litli Smart-bíllinn sem ég er á þolir illa svona rok þar sem hann er mjög léttur og því mjög erfitt að halda honum stöðugum á veginum í minnsta roki. Mér líst hreinlega ekki á þetta, stutt í leikskólann en ég þarf að keyra til Hafnarfjarðar í vinnu . Mér líst engan veginn á þetta. Þetta verður líklega spennandi dagur.
![]() |
Óveðurstilkynningar farnar að berast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)