*Nammidagurinn mikli*

Nú hef ég sjaldan tíma til að blogga.  Nóg að gera við að vinna og ÆFA..úff.  Hugsa um mataræðið endalaust , hvenær er kominn tími til að borða - nú borðar maður til að lifa en lifir ekki til að borða. Grin

Ég átti nammidag á laugardag og eins skrýtið og það hljómar eftir strangt óspennandi mataræði í viku þá átti ég í mesta basli við að fá mér eitthvað sem mér langaði í .  Kannski af því að mig langaði ekkert sérstaklega í það.  Langaði ekkert í nammi eða góðan mat, fékk mér bara hafragrautinn og próteinið um morguninn, fór á æfingu, fór svo og náði í hundinn og fór með hann í hundagönguna niður laugaveginn sem var mjög skemmtilegt.  Ótrúlegt hvað gangan gekk vel, maður heyrði varla gelt og allir hundarnir svo rólegir eins og þeir gerðu ekkert annað en að ganga í hundagöngu á hverjum degi niður laugaveginn. 

Á leiðinni til baka, upp laugaveginn, þá var ég reyndar orðin ansi svöng og þegar að DEVITOS við hlemm blasti við mér þá hafði ég ekki hemil á mér lengur.  Fór og fékk mér eina (stóra) sneið með pepperoni og Coke light.   Pizzan fær 10 í einkun ( og kókið líka ) Wink..hrikalega var þetta gott! 

En ég fékk smá í magann, varð bumbult í smá tíma á eftir því ég er auðvitað búin að vera á svo hreinu fæði í heila viku. 

En þetta startaði hjá mér nammideginum, ætla ekki að segja frá því einu sinni sem ég lét ofan í mig það sem eftir lifði dags.  Grin

Annars gengur mér bara vel, bæði með mataræðið og æfingarnar.  Er svo að fara til Svíþjóðar á miðvikudaginn, var hálf kvíðin fyrir ferðinni því ég þarf að halda æfinga og matarplani  en ég er miklu rólegri núna og ég held að það sé vegna þess að viljastyrkurinn er  orðinn meiri.   Kem aftur heim á sunnudaginn og þá fer nú að styttast í keppnina. En ég ætla að hafa þetta Wink, engin spurning!

En ég hlakka hrikalega til að hitta mömmu og pabba ...fara í mollið, skreppa til Köben , fara í nýja æfingastöð, út að skokka ....og upplifa nammidaginn næsta í Svíþjóð..nammi namm! 

kNÚS TIL YKKAR ALLRA!

 


Bloggfærslur 5. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband