Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Fitness - Laugardaginn 24. nóvember
Þá er þessu lokið. Því miður komst ég ekki á pall og þar sem ég er mjög kröfuhörð á sjálfa mig og var búin að leggja mikið á mig fyrir keppnina, var fallið hátt. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sátt við úrslitin. Samgleðst þó stelpunum innilega sem komust á pallinn. Í kvöld fæ ég vonandi að vita meira um dómana, hvað það var sem að réði úrslitum. Sumir segja aldurinn en ég var 18 árum eldri en sú sem var næst mér.
Eftir mótið fórum ég og kallinn á Amerikan Style upp á höfða og ég fékk mér stóran borgara með frönskum og sósu!! Ummm..... þvílík nautn! Fórum svo bara heim og þar sem ég var mjög þreytt þá fór ég að sofa fljótlega.
Ég hef svo eytt deginum í dag í algjörri leti, borðað nammi og var að enda við Devitos pizzu . Þið trúið ekki hvað það er gott (og gaman) að geta borðað það sem manni langar í.
Ástarþakkir til ykkar sem hafið fylgst með mér í undirbúningnum og veitt mér andlegan stuðning og takk innilega þið sem hafið sent mér uppbyggileg sms skilaboð eftir mótið - þetta er ekki lítils virði!
Dægurmál | Breytt 26.11.2007 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)