FITNESSSPORT

FitnesssportÉg hafði samband við Svavar og Sonju í Fitnesssport því mig vantaði  íþróttaföt til að koma fram í á tískusýningunni á bikarmótinu í Fitness.  Lota 1 er nefnilega tískusýning í íþróttafötum.  Ekki má merkja fatnaðinn búðinni, fötin mega bara vera merkt framleiðanda.  

Þar sem Fitnesssport er með flottustu merkin í bransanum, föt sem mér líkar vel, ákvað ég að tala við Svavar og Sonju til að athuga hvort þau gætu styrkt mig og  tók það jafnframt fram að ekki væri hægt að auglýsa búðina.  Svavar sagðist löngu vera hættur að styrkja íþróttafólk fyrir fitnessmót EN af því að þeim þætti ég svo æðisleg þá hefðu þau tekið þá ákvörðun að hjálpa mér.  Þau eru nú frekar æðisleg sjálf myndi ég segja! 

Fötin sem ég fæ eru ein þau bestu og vönduðustu í bransanum.    Þetta eru íþróttaföt sem saumuð eru á Ítalíu , og heita ANATOMIE.  Hönnuðurinn er þjálfari og  fyrrverandi fitnesskeppandi.  Anatomie

Ég er búin að velja og máta fötin og þau eru ekkert smá flott! Og efnið í þeim er guðdómlegt!! Ég hlakka ekkert smá til að koma fram á sviðið í þessum fötum!  

Svavar og Sonja í Fitnesssport - takk kærlega fyrir mig, þið eruð frábær!


Bloggfærslur 19. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband