Ferðalaginu lokið - stanslausar æfingar og stíft mataræði heldur áfram.

Nýkomin - á KastrupJæja komin heim frá Svíþjóð.  Yndisleg ferð.  Hélt matarprógramminu mínu alveg en "datt" í það á nammidaginn Tounge.  Sænskar kjötbollur, Calsone - pizza, súkkulaði og bland í poka ( en þó lítið af því).  Fann þrjár æfingstöðvar og æfði á tveimur þeirra.  Ekki jafn hár standart á æfingastöðvunum þarna eins og í minni stöð en það dugði alveg Wink.  Skokkaði , labbaði og hjólaði alla dagana.  Við eldhúsborðið í Lundi - síðasta daginn.

Nú eru bara tíu dagar í keppni!  Úff... en mig hlakkar líka geðveikt til!  Hef misst um 3-4 kg. á þessum tveimur vikum síðan ég byrjaði á undibúningnum og er bara orðin grindhoruð!  nei segi það kannski ekki, er ennþá með smákjöt og vöðvar, en verð að passa mig núna svo vöðvamassinn fari ekki.  Mér er alltaf kalt enda lítill fituforði til að halda á líkamanum hlýju.   En mikið rosalega er þetta gaman. Að sjá breytingarnar dag frá degi.  Já ég sé  dagamun..ótrúlegt en satt! 

Pabbi ( í stöðu) ég og amma ..síðasta daginn í Lundi.Arnar Grant tók mig "út" í gær og var bara nokkuð ánægður með mig, en þarf að æfa stöðurnar betur, sérstaklega eina þeirra..úff ekki vissi ég að það væri svona erfitt að halda einni stöðu rétt!  Ef ég geri ekki stöðuna rétt þá getur það algjörlega klúðrað hlutunum þótt annað sé í lagi.  Æfa æfa og æfa .. það er það eina sem dugir.  Ég á ekki eftir að líta í spegil í langan tíma eftir keppnina - er alveg að fá nóg af honum ..Grin

Takk fyrir lesturinn og eigið frábæran dag! 


Bloggfærslur 14. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband