Ávörðunin er tekin!

Eftir miklar pælingar og ekki síst hvatningu frá fullt af fólki hef ég ákveðið að taka þátt í modelfitness 24. nóvember nk.  Sá mæti maður Arnar Grant er að hjálpa mér með mataræði, pósur og ráðleggingar og hún Guðrún sem er nýr starfsmaður hjá World Class ásamt því að vera fitnesskeppandi ( 2. sæti síðast, 1. sæti þar áður) samþykkti að verða sérleg aðstoðarkona mín!  Ekkert smá flott fólk sem ég þekki. Kissing

Þetta er hörkuvinna , ekki síst vegna þess að það er svo stutt í keppnina.  Dagur 2. í nýju mataræði er í dag, og ég get sagt ykkur að matseðillinn er ekki spennandi.  Samanstendur m.a af : skyri, kjúklingaskinku, hrökkbrauð, hrískökur, grænmeti, ávextir, haframjöl.  Errm  Æfa sex sinnum í viku bæta við brennsluæfingum því nú þarf að "skera".  Ég er nógu mössuð fyrir þessa keppni svo ég lyfti ekkert mjög þungu en verð að halda í vöðvana svo ég lyfti að sjálfsögðu líka til að halda mér við. 

Fór á klukkutíma æfingu í morgun og var að koma úr klukkutíma göngutúr með hundinn.  Svo þarf ég að fara af stað og redda mér eitthverjum styrkjum, íþróttaföt og fleira.   

Þetta verður BARA GAMAN!   Svo óska ég eftir vinum og kunningjum mér til stuðnings á mótið ! Wink Knús til ykkar allra Kissing

 fitnesswoman_bottom

 


Bloggfærslur 27. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband