Föstudagur, 5. janúar 2007
Hugleiðingar dagsins í dag.
Mér finnst stundum að það sem skiptir mestu máli í lífinu verði útundan hjá mér. Það er svo mikill hraði í þjóðfélaginu og því verða ástvinir manns og vinir oft að mæta afgangi. Ég sendi td. ekki jólakort í ár vegna tímaskorts. Hins vegar fékk ég jólakort frá nokkrum kærum vinum og fjölskyldumeðlimum. *samviskubit*. Ég hringi allt of sjaldan í fólk sem mér þykir vænt um því á kvöldin er ég örþreytt og nenni ekki að tala, vil helst liggja flöt upp í sófa eða fara upp í rúm að sofa.
Ég sinni börnunum mínum ekki eins vel og ég vildi vegna anna. Finnst ég eigingjörn að vera í skóla með vinnu því allur minn tími fer í það. Olli minn er bara fjögurra ára og þarf á mömmu sinni að halda. Mamma hans er yfirleitt pirruð og þreytt þennan örstutta tíma á kvöldin sem hún hittir hann . Ég vona að ég geti bætt honum þetta upp í sumar þegar að allt fer að róast. Verst hvað tíminn líður og árin koma víst ekki aftur.
Hálf þunglyndislegt blogg frá mér í dag.
Kær kveðja Ester Júlía
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)