Guð og djöfullinn..Byrgið.

Ég hitti mann í gær sem var eitt sinn langt leiddur fíkill og útigangsmaður.  Kraftaverk þykir að þessi maður hafi náð sér á strik í þjóðfélaginu og er vel virkur þjóðfélagsþegn í dag.  Ég fór að spjalla við hann um Byrgið sem hann þekkir mjög vel þar sem hann hefur bæði verið sjúklingur þar og starsmaður.  Hann var myrkur í máli þegar hann talaði um hvernig komið er fyrir Byrginu í dag.   Hann sagði að sér þætti mjög vænt um Byrgið , gott hafi verið að vera þar og starfa,  það hafi hjálpað sér og mörgum öðrum og margt fleira hafi hann gott um staðinn að segja. 

Hann segir  " en svo snappar einn maður ....og allt er ónýtt...EINN MAÐUR!"  og svo var á honum að skilja að Byrgið hefði verið miklu meira heldur en bara þessi eini maður sem allt snýst um í dag.   Hann gekk svo í burtu hristandi höfuðið og greinilegt að þetta mál tekur á hann.  

Fyrir nær tutttugu árum síðan starfaði ég við hlið Guðmundar (Byrgismanns) í smátíma.   Þá var hann ekki búin að stofna Byrgið en vann þó í þágu Guðs þarft og gott verk.   Allir þeir sem störfuðu með Guðmundi litu upp til hans, enda kom hann vel fyrir , vann vel og var þess verður.   Á þessum tíma var hann ekki á ríkisstyrk heldur vann  af hugsjón, uppfullur af góðum ásetningi og kærleika í garð mannkynsins.  

Eitthversstaðar hefur hann farið út af sporinu. Því miður.  Því hann er  mannlegur eins og við hin.  Græðgi og girnd eru náskyld fyrirbrigði , sprottin af sömu rótinni.  Rót hins illa.   Eins og öfund og afbrýðisemi.

Gott og illt ..Guð og Djöfullinn.   


Bloggfærslur 20. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband