Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Þar varð bíllinn rafmagnslaus!
Ég var að læra í 11 tíma í gær ef ekki lengur. Fékk lánaðann fundarsalinn í Laugum og þar var ég í 8 tíma til klukkan níu um kvöldið. Þegar ég kom út í fimbulkuldann og labbaði að bílnum þá sá ég mér til mikils pirrings að ég hafði gleymt að slökkva ljósin á bílnum. Krossaði putta en það var ekki mikil von til þess að bíllinn væri EKKI rafmagnslaus, búin að standa í 8 stiga frosti með ljósin á í átta tíma..enda reyndist það rétt, vélin tók ekki einn kipp.
.
Hljóp inn í Laugar og spurði hvern þann sem fyrir mér varð, hvort hann væri með startkapla..en nei enginn með startkapla enda ekki hægt að búast við því, hver notar startkapla í dag? Í huganum sá ég mynd af sjálfri mér kasóléttri og með lítið barn í bílnum, ýtandi gamla Civicnum í gang og aðra mynd sá ég þar sem ég hélt á startköplum , veifandi bílum í von um að þeir myndu stoppa til að gefa mér start. Síðan eru liðin svo mörg ár að ég ætla ekki einu sinni að nefna þau... Ég get alla vega sagt að "litla barnið í bílnum" er að verða tvítugur í næsta mánuði
.
Ég endaði á því að hringja í Hreyfil að ég hélt ...en "Bæjarleiðir" var svarað. 'Ar og dagar síðan ég hringdi á leigubíl greinilega. Ja nema það sé búið að sameina þessi tvö fyrirtæki?! Það var yndislegur maður sem gaf mér start ..ég var líka rosalega fegin að sjá hann því úti var ekkert smá kalt og ég orðin þreytt og lúin. 1.300.- kall kostaði startið en ég hefði fegin borgað 5.000.-..hahaha..svo fegin var ég.
En ég þarf að fara að láta skipta um öryggi´í bílnum, svo bíllinn pípi til að láta mig vita ef ég gleymi að slökkva ljósin í mælarborðinu. Geri það í fyrramálið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)