Er eitthvað að gerast í Geldinganesi??

Hef sjaldan séð eins mikla umferð í hverfinu mínu eins og þegar að götuljósin voru slökkt í kvöld. Nema ef vera skyldi í umferðateppunni sem myndaðist eftir tónleika Rogers Waters í Egilshöll snemma í sumar. Ég og minn maður fórum út að ganga í "myrvuninni" en bílaumferðin var slík að ljósin á bílunum skáru sífellt í augun og sjarminn fór af herlegheitunum.  Mikil umferð var út í Geldinganesið, og þegar maður horfði út í nesið voru bílljósin yfirgnæfandi.  Við mættum fólki sem spurði okkur hvort eitthvað væri að gerast á nesinu en ekki vissum við til þess. Allir hafa greinilega fengið sömu hugmyndina á sama tíma.  

Voðalega er fólk háð bílunum sínum. Er ekki hægt að leggja bílunum í hálftíma og fá sér göngutúr í ró og friði í skugga götuljósanna. Og ekki var að sjá þegar maður horfði yfir borgina að það hefði verið slökkt á eitthverjum ljósum.  Mikil ljósadýrð var yfir borginni og höfnin logaði í ljósum sem aldrei fyrr.   Hugmyndin er góð sem slík , tek ofan fyrir Andra Snæ, en þetta þyrfti bara að skipuleggja betur. 

Það var gaman að labba meðfram sjónum í niðamyrkri ..og sjá varla niður fyrir fæturnar á sér, það var sjarmi yfir því þótt urmull bílljósa hefði lýst manni mikið á göngunni.

Stórgóð hugmynd engu að síður.  

 


Bloggfærslur 28. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband