Föstudagur, 22. september 2006
Gömul húsráð
Hafið þið prófað eitthvað af þessu ? 1. Við hálsbólgu og kvefi: Í soðið vatn, setja pressaðan hvítlauk, engifer og hunang, fínt að setja þetta á brúsa og drekka yfir daginn.
2. Við stíflu í nefi, setja soðið vatn í bala, fara á grúfu með höfuðið yfir balann og handklæði yfir höfuðið (og balann) og anda að sér gufunni í 5-10 mín.
3. Til að lýsa hár: Kreista sítrónu í hárið og láta sólina þurrka hárið (ætli ljósabekkirnir dugi ekki)
4. Við eyrnabólgu: setja hvítlauk í grisju og setja grisjuna við hlustina í nokkrar mínútur
5. Við sólbruna : Hreina jógúrt á brunann
6. Við húðþurrk og hárþurrk: Oliviu Olia .
7. Til að verjast frosti: Júgursmyrsl á andlitið.
8. Þrútin augu : gúrkusneiðar á augun ..10-15 mín.
Ef þið munið eftir fleiri húsráðum, endilega skrifið í athugasemdir og ég mun bæta þeim hér inn :)
kv. Ester
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)