Fimmtudagur, 14. september 2006
TIL HAMINGJU MAGNI!
Vökunæturnar búnar, úrslitin ljós! Frábær árangur hjá Magna og íslensku þjóðinni:). Það fór eins og margan grunaði að Lúkas myndi vinna þetta. Þeir í hásætunum hafa aldrei leynt aðdáun sinni á honum. Dilana í öðru sæti, já ég er þokkalega sátt við það. Stelpan hefur gífurlega rödd og skemmtilega sviðsframkomu. Hún dalaði reyndar um tíma , fólk fékk leið á henni ( eflaust eftir að hún fór yfir strikið í viðtalinu fræga) en hún náðí sér á strik aftur. Toby í þriðja sæti...já hann hefur bætt sig endalaust frá byrjun..frábært hjá drengnum.
Magni og húsbandið..........það vil ég sjá og mér skilst að ég fái ósk mína uppfyllta:)
Ég verð að viðurkenna að ég sofnaði yfir úrslitunum í nótt, enda ekki skrýtið, vaknaði klukkan 05:00 um morgunin til að fara í vinnu, og jafnvel eftir nokkra bolla af svörtu kaffi tókst mér ekki að halda mér vakandi. Vaknaði þó þegar að Magni var að kveðja og þakka fyrir sig.
Kær kveðja
Ester
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)