Mánudagur, 28. ágúst 2006
Er Dilana "á eitthverju" ?
Vá var að horfa á nýjasta raunveruleikaþáttinn og verð að segja að Dilana missir gjörsamlega stjórn á sjálfri sér þar. Ég fæ alltaf á tilfinninguna þegar ég horfi á Dilönu að hún sé " á eitthverju" kannski vitleysa en þetta er alla vega mín tilfinning. Það gæti líka skýrt stjórnleysi hennar gagnvart sjálfri sér og öðrum. Það fá allir keppendur rosalega góða dóma eftir nýjasta flutning sinn. Ég er orðin ansi uggandi um Magna, hef sterklega á tilfinningunni að hann fari heim næst. Eftir standa frábærir söngvarar/flytjendur og þó að Magni sé alls ekki sístur þá er það bara því miður svo að hann hefur tvisvar verið í botn þremur og ef hann lendir þar í þriðja sinn, þá er úti um hann held ég. Dilana og Lucas hafa ótrúlega marga aðdáendur, ætli Hreimur reynist sannspár ? Í byrjun Rock Star Supernova, sagði hann í blaðaviðtali að það væri pottþétt að Lucas myndi vinna þetta :).
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)