Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Sef ..og það er Pálínu að þakka.
Nei nú er ég aldeilis að svíkja sjálfa mig! Hef ekki bloggað í lengri tíma. Nú skrifa ég bara athugasemdir á bloggið hennar Pálínu..hahaha ;). Hún er nefnilega frábær penni og RockStar Supernova fan nm. eitt! Svo þar fær maður allar fréttir beint í æð! Frábært fyrir fólk eins og mig sem getur ekki vakað yfir þáttunum ..ég þarf að nefnilega að vakna klukkan fimm á morgnanna!
Talandi um RockStar Supernova, þá er ég auðvitað yfir mig heilluð af ísmanninum okkar eins og fleiri íslendingar. Ótrúleg rödd sem þessi drengur hefur. Og þetta er góður drengur, það sést langar leiðir. Ekki skemmir það fyrir. Ég vona samt að hann vinni þetta ekki, sé hann ekki fyrir mér með þessum "kálfum" í bandi, en ég er að vona að hann verði í öðru sæti því þá fær hann að "túra" með húsbandinu! Og þeir eru sko frábærir tónlistamenn! Og svo eru þeir viðkunnarlegir líka, virka heilsteyptir. Ég held líka að Magni nái vel til þeirra og þeir til hans.
Í raunveruleikaþáttunum er lítið sýnt af Magna. Eflaust er það vegna þess að hann er eins og hann er, ekkert vesen, allt gengur vel og fljótt fyrir sig og hann kann sig vel. Ábyggilega mjög þægilegur að vinna með. Það skemmir ekki fyrir honum.
Nóg í bili kæra fólk:) , kveðja Ester.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)