Mánudagur, 24. júlí 2006
Allsnakinn maður í Öskjuhlíðinni
Jahérna! Ég veit að þetta hefur alltaf loðað við öskjuhlíðina, átti bara ekki von á því að rekast á kviknakinn mann (fyrir utan skuplu um hárið,) í göngutúrnum mínum í dag í Öskjuhlíðinni. Hann stóð bara þarna nokkra metra frá mér, allsber, talandi í Gsm- sima. Ég var með fjögurra ára guttann minn með mér en mér tókst að beina honum frá þem allsbera, áður en hann sá hann. Á bakaleiðinni gekk ég svo aftur fram á hann, maðurinn stóð upp á smá hól ( örugglega svo hann færi ekki fram hjá neinum) með "allt " lafandi og ennþá að tala í gemsann. En kannski var Gemsinn bara skálkaskjól, því það er hálffáránlegt að standa kyrr á sama stað jafnvel tímunum saman án þess að virðast vera að gera neitt :).
Ég man vel eftir strípurunum í Öskjuhlíðinni og Miklatúni þegar ég var barn og unglingur. Ég ólst upp í hlíðunum og við krakkarnir máttum kallast heppin ef við sáum ekki einn strípaling þegar við fórum upp í Öskjuhlíð eða á Miklatúnið til að leika okkur. Manni brá oft ansi mikið þegar maður í frakka birtist allt í einu fyrir framan mann og flétti frá ..það gerðu þeir á Miklatúninu, en karlarnir í Öskjuhlíðinni voru yfirleitt bara allsnaktir.
Engin furða að við Olli rákumst ekki á eina einustu kanínu í Öskjuhlíðinni i dag! :Þ
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)