Sunnudagur, 2. júlí 2006
Í sól og hita á Spáni eftir tvo daga!!
Sex þurrir dagar í Júní ..ekki nema von að allir séu kvefaðir í kringum mig, engin smá rigning sem búin er að vera síðustu daga. En það eru ekki nema tveir dagar ...ja eiginlega einn dagur þar til ég fer til Spánar svo ég sólarfíkillinn er tiltölulega róleg yfir þessu veðri. Ég sveiflast upp og niður í tilhlökkuninni, í gær hlakkaði ég rosalega til en í dag líður mér eins og ég sé ekkert á leiðinni út. Og svo er ég orðin kvefuð ( eins og allir hinir ) ...stútfull af kvefi, illt í hálsinum og höfðinu, já bara slöpp. Stutt síðan ég var veik, skil þetta ekki . Ég sem stunda líkamsrækt, borða hollan mat, tek vítamín..hvað er hægt að biðja um meira?
Iss þetta lagast , hef ekki áhyggjur af því..verður frábært að liggja í leti í sól og hita á Spáni eftir tvo daga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)