Þegar fólk stjórnar líðan minni

Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa. Jafnvel svo gaman að ég hef stundum haldið mig hafa hæfileika til þess.   En ég hef alltaf efast, og síðast í kvöld þegar ég las stórkostleg skrif vinar míns, sem bloggar á þessum vef.   Þetta er vinur sem er mér kær, jafnvel þótt við séum ekki lengur í neinu sambandi hvort við annað.  En hann skrifar hreint stórkostlega. Hrein unun að lesa það sem hann skrifar.  Og nú fer ég að verða væmin, svo ég ætla að fara yfir í annað. 

Ég tek allt of mikið inn á mig annað fólk.  Eða þs. það sem annað fólk segir eða gerir.  Mér hefur til dæmis ekki liðið of vel í dag og ástæðan er einmitt sú að vissar manneskjur stuða mig og "láta" mér líða illa.  Samt veit ég vel að það er nákvæmlega undir sjálfri mér komið hvort ég leyfi þessum manneskjum að stjórna mínum tilfinningum.  Þetta þarf ég að skoða vel og vandlega ef ég ætla mér ekki að  láta orð eða gerðir annarra stjórna lífi mínu.   Ég veit hvað ég þarf að gera til að mér líði betur og það ætla ég mér að gera.  Ég sný þessu við , mér í hag, og ég veit hvernig ég ætla að fara að því. 

Annars er alltaf gott að skrifa  um það sem býr manni í brjósti, það gefur góða líðan.  


Bloggfærslur 7. júní 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband