Sunnudagur, 18. júní 2006
Veikindi :(
Nú fór æfingakerfið mitt allt í klessu þar sem ég er eitthvað lasin. Fékk þyngsli yfir höfuðið á föstudaginn og niður í hnakkann sem varð stífur. Svo svimaði mig og ég svitnaði heil ósköp. Varð að fara heim úr vinnunni því ekki gat ég unnið svona. Hef ekki orðið veik í allan vetur svo þetta kom á óvart. Á laugardaginn leit ég í spegil nývöknuð og brá heldur betur ....ég var stokkbólgin og rauð undir augunum...heldur betur ósjáleg!
Líkaminn var voða slappur, gat varla haldið á Olla mínum...þannig að eitthvað er í gangi ..er mest fúl yfir því að ég get ekkert æft á meðan ég er svona :(. Er að reyna að taka því rólega í dag svo ég geti nú mætt í vinnu á morgun.
Helgi fór með alla strákana í sund í Hveragerði ( nema Danna auðvitað sem er held ég á Akureyri). Þannig að ég er ein heima í dag. Ætla að taka því rólega og hugsa um heilsuna. Þar til næst ...
Ester.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)