Fimmtudagur, 15. júní 2006
Einfölduð næringafræði.
Orkuefnin skiptast í kolvetni, prótein, fitu og alkohol.
Kolvetni: Líta má svo á að kolvetni séu bensín vöðvana. Einnig stjórnast starfsemi heila og taugakerfis af kolvetnum. Við verðum því orkulaus og einbeitingalaus ef við fáum ekki næg kolvetni. Kolvetnisríkar fæðutegundir eru : kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð, kornmeti, grænmeti og ávextir.
Prótein: Það er byggingarefni vöðva og efnasambanda í líkamanum. Við notum ( eigum að nota) prótein til uppbyggingar líkamans en ekki sem orkugjafa. Próteinþörf einstaklinga í mismunandi en þeir sem stunda almenna líkamsrækt ættu að neyta um 1,2 g af próteinum á hvert kg. líkamsþyngdar. Bestu próteinin koma úr dýraríkinu, þ.e. úr : fiski, kjöti, eggjum, (takmarka eggjarauður) og mjólkurafurðum.
Fita: Hún er nauðsynleg líkamsstarfseminni en þó ætti að halda magninu undir 25-30% af heildarorkunni. Fita fer beint í fitufrumurnar ef hún er ekki notuð sem orkugjafi, á meðan umbreyta þarf umfram kolvetnum og próteinum í fitu ef þau eru ekki notuð sem orkugjafi eða til uppbyggingar. Það er því mjög auðvelt að fitna af fitu þar sem hún er einnig meira en helmingi orkuríkari en prótein og kolvetni. Forðist metta fitu (hörð fita) en það er öll dýrafita og einnig sum fita sem notuð er í matvælaiðnað, td. bakstur á kexi og kökum. Jurtaolíur, td. Olífu, Raps, ISIO-4 og fleiri eru mun hollari fyrir hjarta og æðakerfi. Þessar jurtaolíur eru ómettaðar (fljótandi við stofuhita) og innihalda ekkert kólestról.
Kolvetni innihalda aðeins 4 hitaeiningar per gram, meðan fita inniheldur 9. hitaeiningar per gram.
Heimild : World Class
Vonandi höfðuð þið gagn og gaman af :).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)