Hvað brennum við miklu við hinar ýmsu athafnir:

Svefn Þú brennir 65 hitaeiningum á klst við svefn
Ganga Þú brennir allt að 250 hitaeiningum á klst við göngu
Hjóla Þú brennir meira en 300 hitaeiningum á klst við það að hjóla
Skokk Þú brennir allt að 400 hitaeiningum við skokk 
Sund Þú brennir meira en 500 hitaeiningum á klst við það að synda
Skvass Þú brennir 650 hitaeiningum á klst við að spila skvass
Lyftingar Þú brennir allt frá 500-800 hitaeiningum á klst við lyftingar

Tekið af www.protein.is.

 Fríða Rún næringafræðingur fitumældi mig í fyrradag.  Það kom mér heldur betur á óvart að eftir að ég byrjaði á þyngingarprógramminu og góðu mataræði , hef ég þyngst um 2 kg! Og það eru bara þrjár vikur síðan ég byrjaði í prógramminu.  Jahérna. Enda er ég farin að finna mun á fötunum mínum.  Gallabuxur orðnar of þröngar og ég veit ekki hvað og hvað.  Öfugt við mjög marga er ég bara nokkuð ánægð með það :D.  Ekki er þetta fita, það er eitt sem víst er.  

Fituprósentan var 18,4 % sem mér finnst nú heldur mikið, en hún mun að sjálfsögðu fara lækkandi.  'Eg hef verið að lyfta nánast á hverjum degi, ætla aðeins að slaka á í því og taka brennslu frekar á móti.  Held það sé of mikið fyrir mig að lyfta þungt prógram á hverjum degi.    En kviðvöðvarnir fá að finna fyrir því á hverjum degi, ég SKAL ná sixpakkinu!  

 

 

 


Bloggfærslur 14. júní 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband