Föstudagur, 19. maí 2006
Ég er foxill - Vinsamlegast kíkið hér!
Þetta finnst mér hámark ósvífninar! Ég bókaði ferð til sólarlanda með Heimsferðum þann 9. mai sl. og var búin að fá uppgefið fast verð. Borgaði um 50.000.- i staðfestingargjald. Fæ svo bréf frá Heimsferðum í dag .. eitthvað að ég verði að borga ferðina sex vikum fyrir brottför...blablabla.. en það sem stendur næst fær mig til að gapa af undrun.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VEGNA LÆKKUNAR Á GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR, HEFUR FERÐ ÞÍN HÆKKAÐ UM 9%
Ég er að sjálfsögðu ekki sátt við þetta svo ég fór á heimasíðuna hjá Heimsferðum og sá þetta:
7. apríl 2006
Gengisbreytingar
Þann 21. apríl s.l. hækkuðu Heimsferðir verð á ferðum í sumar, þ.e. ferðum frá og með 17. maí, um 12%. Hækkunin er til komin vegna mikillar lækkunar íslensku krónunnar undanfarnar vikur gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlum. Gengislækkun krónunnar gagnvart evrunni frá útgáfu sumarbæklinga í janúar og fram til 19. apríl var um 32%.
Hlutdeild erlendra gjaldmiðla í verði hverrar ferðar er á bilinu 70-75% og nemur kostnaðaraukning á ferðum frá útgáfu sumarbæklinga við slíka breytingu á genginu því um 21%. Til að koma til móts við viðskiptavini okkar var sú ákvörðun tekin að hækka ferðirnar ekki nema um 12% og því taka Heimsferðir á sig umtalsverðan hluta hækkunarinnar.
Á liðnum mánuðum hafa Heimsferðir tekið á sig mikinn kostnaðarauka vegna ferða í vorbæklingi og lengi vel á ferðum í sumarbæklingi. Eftir miklar breytingar á síðustu vikum var hins vegar ljóst að ekki var hægt að halda slíku áfram og því var sú óhjákvæmilega ákvörðun tekin að hækka verð frá og með 21. apríl.
Haustbæklingur okkar kom seinna út en sumarbæklingurinn og höfum við haft svigrúm til þess að lækka þau verð aftur í ljósi þess að krónan hefur verið að styrkjast aðeins undanfarið. Því létum við helming þeirrar 12% hækkunar sem sett var á ferðir skv. haustbæklingi ganga til baka, þ.a. hækkun haustferða er 6%.
Það er ljóst að verðhækkanir sem þessar eru engum gleðiefni en jafnframt er ljóst að þegar gengi krónunnar lækkar svo mikið eins og reyndin er nú eru verðhækkanir óhjákvæmilegar til að mæta þeirri miklu kostnaðarhækkun sem breytingin hefur í för með sér.
Vert er að benda á að ákvörðun Heimsferða er tekin í fullu samræmi við gildandi skilmála um kaup ferða, þar sem verð ferðar sem ekki er að fullu greitt er háð gengisbreytingum sem kunna að vera frá því ferðin er keypt og þar til hún er að fullu greidd.
----
Þeir tala um að hækka ferðirnar frá og með 17. mai en þar sem ég kaupi ferðina mína 9 mai með lægra verði og er ekki búin að borga ferðina að fullu þá á ég að taka þátt í gengisbreytingunni með því að borga 9 % hærra verð! Djöfull...og maður er ekkert varaður við eða neitt! Að sjálfsögðu hefði ég greitt ferðina að fullu fyrir 17 mai ef ég hefði vita af þessu!!
Er eitthvað sem ég get gert ?? Vill einhver please kommintera sem hefur vit á þessu?!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)