Smart litli rann úr stæðinu !!!!

Smart litli

Ég er komin á æðislegan bíl!  Hann er rauður og svartur..blæjubíll og pæjubíll,  pínulítill og ferlega sætur. Geggjað að keyra hann! Fæ að hafa hann í fimm vikur á meðan Mangó er í fríi. En hann hefur sjálfstæðan vilja, komst að því í dag. Hann ákvað að færa sig sjálfur úr stæðinu til að kyssa stóran Avensins á rassinn..og skyldi að sjálfsögðu eftir  rispu bæði á sér sjálfum og á hinum bílnum.  Smartbíllinn - já hann heitir það - er nefnilega mjög léttur. 

'Eg hefði getað svarið að ég setti hann í handbremsu í morgun, hann er nefnilega hálfsjálfskiptur og enginn parkgír á honum, og eitt finnst mér mjög skrýtið, að hann var búin að standa á stæðinu síðan fyrir klukkan tíu í morgun og svo gerist þetta á milli 16:30 og 17:00!  En það þýðir ekkert að spá í því. Þetta er búið og gert.  Eigandi hins bílsins tók þessu mjög létt, var þvílíkt almennilegur og þetta var bara ekkert mál.  Eigandi Smartbílsins og vinnuveitandi minn var heldur ekkert að æsa sig yfir þessu, tók þessu bara  mjög rólega með miklu jafnaðargeði....ég var sú eina sem hefði þurft áfallahjálp, ég var jú á bílnum í morgun og þetta var fyrsti dagurinn minn á honum.  Samt er þetta eitthvað svo týpískt ég og mín seinheppni.  En þetta kemur örugglega ekki fyrir aftur ...nú verður Smart litli settur í algjöra gjörgæslu. 

Og mikið rosalega er gaman að keyra Smart litla. Hann er þvílíkt sprækur þótt hann sé pínulítill, næstum eins og ég ímynda mér að sé að keyra mótorhjól. Alla vega sá bíll sem kemst næst því.      Ég horfi á hann út um gluggann í þessum skrifuðu orðum, þarna stendur hann lítill og sætur í stæðinu sínu, kyrfilega settur í handbremsu og harðlæstur að sjálfsögðu.     Hann verður svo "massaður" í næstu viku..þá sést rispan ekki neitt.   :D


Bloggfærslur 13. maí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband