Styrkja og stinna læri ..frábærar æfingar fyrir þessi svæði!!

   Átti að vera í Spönginni en var kölluð niður í Laugar til að hjálpa til með  hóp af krökkum sem voru að koma að skoða stöðina  æfingar frá skóla úr borginni. Byrjaði í Spönginni , fór svo í Laugar og endaði í Spönginni.  Skemmtilegur dagur, krakkarnir voru skemmtilegir og áhugasamir.  Stuð í vinnunni alltaf hreint Glottandi, munur að vera í vinnu sem maður hefur gaman af  

Nú er ég   að þjálfa utanverða lærisvöðva auk lærisvöðva að aftan.

Er með þrusugóðar  æfingar fyrir þessi svæði.

Á brettinu: 8-11 % halla á brettið , 7-7,5 í hraða , halda í handfangið með höndunum og virkilega reyna á fætur - spenna spenna - í 30-40 mín.  Og svo auðvitað worldclass rás 1 . í botn!!              Tekur á aftanverðum lærum og rassi auk þess að styrkja mittið.

Hliðarlyftur frá líkama f. lærvöðva í þartilgerðu tæki :  15-20 lyftur með 25 kg 2x2.

 


Hvernig væri að drífa sig af stað ????

RISE AND SHINE!! Á lappir með þig , borða hafragrautinn og taka lýsið!  Svalur ..mátti reyna það, er voðalega hæææg, gæti alveg hugsað mér að leggjast upp í aftur, þarf nefnilega ekki að mæta í vinnu fyrr en í hádeginu.   En Olli þarf að komast í leikskólann, má ekki klikka á rútínunni.  Samt er rosalega freistandi að hafa hann bara heima þar til ég mæti í vinnuna Saklaus .  Hvernig væri að drífa sig af stað, fara með Olla á leikskólann, mæta í ræktina og æfa, verst hvað þetta vex mér í augum í dag.  Stundum er nefnilega svo gott að gera ekki neitt.  Eflaust er það nauðsynlegt líka , bara að passa að það sé ekki svoleiðis á hverjum degi.. þá kallast það víst leti.  Skrifa meira í kvöld, eigið góðan dag :). 

Bloggfærslur 6. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband