Kolvitlaust veður!

Var að koma inn úr kolbrjáluðu veðri..úfff.  Fór niður í Laugar til að læra um sjöleytið og þá var hálfgerður skafrenningur.  Kom heim um tíuleytið áðan og þá hafði snjókoman breyst í rigningu og það hefur hvesst ennþá meira.  Þvílíkur vatnselgur á götunum!  Rosaleg rigning og rokið tók þvílíkt í bílinn.  Samt skárra að hafa rigningu en skafrenning.

Ég fékk að nota fundarsalinn í  Laugum til að læra því þar er þögn og þar er friður.. og mér veitir sko ekki af því!  Er að byrja í prófum á mánudaginn, og lestrarefnið er ótrúlega mikið!  Næringafræði á mánudag, lífeðlisfræði á miðvikudag og þjálffræði + útreikningar á laugardaginn.   Nám með vinnu hvað!  

Tók mér frí á mán - þriðj - miðvikud til að geta komist alla vega einu sinni í gegnum efnið.  Við sem erum í þessu námi erum ekki alveg nógu ánægð með hvað þetta nám er yfirgripsmikið og auglýst sem "nám með vinnu". Það er ekki fyrir heilvita mann sem ætlar að reyna að ná prófunum að gera þetta án þess að taka sér frí í vinnunni.  Og ég er ekki sú eina sem tók mér frí í vinnu.  

Ætla núna að taka mér smá frí frá lestrinum og bögglast við að setja inn myndir úr afmælisveislunni minni Wizard

Góða helgi Kissing


Bloggfærslur 9. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband