Jólin '06

Ekkert smá mikiðÞetta voru yndisleg jól. Ég er að springa eftir annan í hangikjöti og kvíði því að mæta í vinnu í fyrramálið.  Og við erum komin í hóp þeirra sem "eiga allt" svei mér þá!  Þvílíkt flottar gjafir sem við fengum.  Börnin fóru sko ekki í jólaköttinn, allir eiga nóg af fötum eftir þessi jól.  Ég er búin að vera með samviskubit í dag að gera hreint EKKERT..svo erfitt að ná sér niður eftir mikið stress fyrir jólin. Er að lesa eina jólagjöfina núna.. "Sér grefur gröf" eftir Yrsu, varð ekki fyrir vonbrigðum, skemmtilega skrifuð bók.   Vona að allir hafi það jafn gott um jólin eins og ég og séu sáttir og ánægðir.  

Kveðja, Ester.


Bloggfærslur 26. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband