Mýrin, Barcelona og lithimnubólga

Ég fór á Mýrina um helgina.  Frábær mynd, vel leikin , fyndin, sorgleg..allur pakkinn.  Var rosalega hrifin af leik "Elliða" ( man ekki nafnið á leikaranum), hann var svo sannfærandi í hlutverkinu að það var rosalegt! Minnir að ég hafi lesið eitthversstaðar að hann sé ekki menntaður leikari en endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur. Frábær mynd í alla staði.

 Barcelona er það heillin á fimmtudaginn.  Já ég er að fara til Barcelona, borg listarinnar.   Verð í fjórar nætur, kem heim klukkan 6:45 á þriðjudagsmorgun.  Ég hlakka mikið til.   Þetta er afmælisferð, ég á víst stórafmæli 28. nóvember og ákvað  frekar að fara til Barcelona í slökunar-verslunarferð, frekar heldur en að halda stóra veislu.  Verð nú samt með veislu eins og alltaf ( er mikið afmælisbarn) og kannski verður aðeins fleirum boðið en venjulega..fer örlítið út fyrir fjölskyldurammann.

1310913-Plaza_del_Pi_Barri_Gotic-Barcelona

Ég er komin með "lithimnubólgu" ..blessunin kom á versta tíma en ég rauk strax til augnlæknis um leið og ég varð vör við hana.  Hef nokkrum sinnum fengið þetta áður og alltaf í sama augað.  Augað verður eldrautt og miklir verkir í því.  Ef þetta er ekki meðhöndlað, getur það valdið blindu.  Stórhættulegt.  Þannig að ég sé fram á að geta ekki notað linsurnar mínar mikið á Spáni, fór því í gær og fjárfesti í gleraugum.  Gleraugun mín eru nefnilega orðin gömul og lúin.  Valdi mjög töff gleraugu - Karen Millen og fékk rosatöff design sólgleraugu með styrkleika  í kaupbæti ! Ég mun aldrei skipta um gleraugnaverslun, hann er æði hann Markús! 

 


Bloggfærslur 14. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband